Býst við rafmögnuðu andrúmslofti gegn Liverpool

Eddie Howe, stjóri Newcastle United, býst við gríðarlegri stemningu á St James’ Park þegar liðið mætir Englandsmeisturum Liverpool á mánudagskvöld í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta verður fyrsti heimaleikur liðsins á nýju tímabili og Howe telur að stemningin á vellinum geti ráðið úr­slit­un­um. „Fyrsti leikur tímabilsins á heimavelli er alltaf sérstakur og kvöldleikir undir ljósunum eru alltaf einstakir. Ég er viss um að stuðningsmennirnir muni skapa virkilega góða stemningu. Við verðum að nýta þann kraft, án þess þó að missa einbeitinguna,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær.

Liðið verður áfram án Alexander Isak, en Jacob Ramsey gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu. Howe lýsti honum sem mjög færum leikmanni með góðan leikskilning sem muni styrkja leikmannahópinn.

Anthony Gordon, sem lék í fremstu víglínu gegn Aston Villa í síðustu viku, fékk einnig lof fyrir frammistöðu sína hingað til. Þá er Joe Willock búinn að jafna sig af meiðslum og til taks á ný.

Í vörninni hrósaði Howe samvinnu Fabian Schär og Dan Burn en benti á að fleiri sterkir leikmenn, þar á meðal Sven Botman, Malick Thiaw og Jamaal Lascelles, myndu einnig gegna stóru hlutverki á tímabilinu.

Next
Next

Dapurleg staða sem enginn græðir á