Góðar frétt­ir af meiðslum Joelinton og Tonali

Eddie Howe, stjóri Newcastle United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að bæði Joelinton og Sandro Tonali hefðu sloppið við alvarleg meiðsli eftir leikinn gegn Liverpool á mánudag.

Joelinton verður þó fjarverandi í leiknum við Leeds United á morgun en búist er við því að hann verði klár eftir landsleikjahléið. Tonali er sagður berjast við að ná leikformi og gæti mögulega spilað á Elland Road. Þá staðfesti Howe að Fabian Schär væri orðinn góður eftir að hafa fengið höfuðhögg gegn Liverpool.

Howe ræddi einnig væntanlegar Meistaradeildarviðureignir Newcastle og sagði heimaleikinn gegn Barcelona stórkostlegt tækifæri með hliðsjón af sögu félagsins og Sir Bobby Robson.

Howe hrósaði William Osula fyrir frammistöðu sína sem varamaður í tapinu gegn Liverpool og sagðist sjá miklar framfarir í leik unga framherjans.

Howe viðurkenndi jafnframt að félagið væri enn virkt á leikmannamarkaðnum. Hann staðfesti að samningar við Þjóðverjann Nick Woltemade væru á lokametrunum, en hann verði þó ekki klár í leikinn við Leeds.

Að lokum kaus Howe ekki að tjá sig ekki frekar um framtíð Alexander Isak og undirstrikaði að slíkar ákvarðanir væru í höndum annarra innan félagsins.

Next
Next

Evrópukvöldin snúa aftur á St James’ Park – Barcelona kemur í heimsókn