Markalaust í fyrsta leik tímabilsins
Byrjunarliðið (4-3-3): Pope – Trippier, Schar, Burn, Livramento – Bruno, Tonali, Joelinton – Elanga, Gordon, Barnes.
Varamenn: Ramsdale, Hall, Botman, Thiaw, Krafth, Osula (90’), Murphy (78’), Seung-soo, Miley (83’).
Newcastle United og Aston Villa skildu jöfn, 0:0, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn einkenndist af miklum hraða og fjölda færa, en hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn.
Leikmenn Newcastle voru mun ákveðnari í fyrri hálfleiknum og sköpuðu fjölda færa, en nýi markvörður Villa, Marco Bizot, varði allt sem á markið kom. Anthony Elanga fékk besta færið strax á annarri mínútu í sínum fyrsta leik fyrir Newcastle, en Hollendingurinn í marki Villa stóð vaktina.
Anthony Gordon, sem lék í fremstu víglínu, var stöðugt á ferðinni og skapaði mikla hættu, ásamt Harvey Barnes.
Eftir leikhlé lifnaði yfir heimamönnum og Nick Pope þurfti að verja vel frá bæði Boubacar Kamara og Ollie Watkins. Þegar 66 mínútur voru liðnar breyttist leikurinn þó verulega. Þá braut Ezri Konsa á Gordon, sem var að sleppa einn í gegn, og fékk beint rautt spjald.
Newcastle fékk þar með liðsmun í rúman hálftíma og sótti stíft að marki Aston Villa. Barnes átti besta færið með þrumuskoti sem Matty Cash bjargaði á dramatískan hátt.
Leiknum lauk því með markalausu jafntefli og sitja bæði lið uppi með stig í upphafi tímabilsins.
Svipmyndir koma síðar