Guinness í nýju samstarfi við Newcastle United
Newcastle United hefur gert samning til nokkurra ára við Guinness, sem nú verður opinber samstarfsaðili félagsins. Samstarfið tryggir að bæði Guinness og áfengislausa útgáfan Guinness 0.0 verði í boði fyrir stuðningsmenn á St James’ Park.
Í aðdraganda samstarfsins tók Guinness þátt í sérstöku stuðningsmannamóti Newcastle í Suður-Kóreu í sumar, sem var hluti af undirbúningsferð félagsins um Asíu. Þar mættu yfir 250 stuðningsmenn til að hitta leikmenn og fyrrverandi stjörnur liðsins, njóta tónlistar, skemmtidagskrár, þar sem skálað var í Guinness.
Peter Silverstone, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Newcastle United, segir samstarfið við Guinness vera eðlilegt skref. „Newcastle United og Guinness eru tvö sterk alþjóðleg vörumerki sem áttu beinlínis eftir að sameina krafta sína,“ sagði hann og benti á mikinn vöxt félagsins undanfarin ár, bæði í áhorfi og á samfélagsmiðlum.
Somnath Dasgupta, yfirmaður íþróttasamstarfa hjá Guinness, segir Newcastle United vera einstakt félag með ástríðufullan aðdáendahóp um allan heim. „Við hlökkum til að verða hluti af þeirri mögnuðu stemningu sem St James’ Park-leikvangurinn er þekktur fyrir,“ sagði hann.
Auk bjórsölu mun Guinness styðja við ábyrga neyslu og taka þátt í endurvinnsluátaki á St James’ Park.