Newcastle enn án sigurs

Byrjunarliðið: Pope, Trippier (Hall 61), Schar, Botman (Barnes 69), Burn, Livramento, Tonali, Bruno, Ramsey (Miley 46), Jacob Murphy (Elanga 62), Osula.

Ónotaðir varamenn: Ramsdale, Lascelles, Thiaw, Krafth, Willock.

Newcastle United fór í dag í heimsókn til Leeds á Elland Road í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og þurfti að sætta sig við eitt stig eftir markalausan leik. Það var annað markalausa jafnteflið á tímabilinu og ljóst að Eddie Howe þarf að finna lausnir í sóknarleiknum.

Stuðningsmenn beindu sjónum sínum að nýjustu viðbót liðsins, þýska framherjanum Nick Woltemade, sem fylgdist með leiknum úr stúkunni. Hann verður leikfær eftir landsleikjahléið og væntingar eru miklar um að hann styrki sóknarleikinn sem hefur verið fremur bitlaus það sem af er hausti.

Á meðan var Alexander Isak enn utan liðs, staðráðinn í að knýja fram félagaskipti til Liverpool og fékk Will Osula tækifærið í fremstu víglínu. Ungi Daninn lagði sig allan fram en skorti bæði reynslu og ákefð til að nýta þau færi sem gáfust. Hann átti besta færi liðsins í fyrri hálfleik en skot hans úr teignum var varið.

Jacob Murphy var líklegasti maður Newcastle til að brjóta ísinn í leiknum og átti tvö skot sem brasílíski markvörðurinn Lucas Perri varði vel. Fabian Schär lét síðan vaða af löngu færi en boltinn fór langt yfir.

Leeds fékk sín augnablik í leiknum, ekki síst þegar Dominic Calvert-Lewin kom inn á í seinni hálfleik. Hann var nálægt því að skora seint í leiknum en Nick Pope í markinu stóð sína plikt.

Það var líka sérstakt augnablik þegar Sean Longstaff, sem gekk til liðs við Leeds í sumar eftir að hafa varið 19 árum hjá Newcastle, mætti sínum gömlu félögum. Hann fór óhikað í tæklingar og verður eflaust mikilvægur leikmaður fyrir Leeds á tímabilinu.

Næsti leikur liðsins verður gegn Wolves á heimavelli þann 13. september eftir landsleikjahlé.

Svipmyndir

Previous
Previous

Félagið í viðræðum við yfirmann knattspyrnumála hjá Forest

Next
Next

Woltemade keypt­ur á met­fé