Þrjú mörk og þrjú stig

Þrjú mörk í fyrri hálfleik tryggðu öruggan 3:0-útisigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jacob Murphy skoraði tvö mörk með stuttu millibili snemma leiks á King Power-leikvanginum og kom Newcastle í tveggja marka forystu áður en Harvey Barnes bætti við þriðja markinu rétt fyrir hálfleik.

Newcastle komst yfir strax á 2. mínútu leiksins þegar Tino Livramento átti fyrirgjöf á óvaldaðan Jacob Murphy sem skoraði af stuttu færi, 1:0.

Annað mark Newcastle kom eftir 11. mínútur. Fabian Schär sá að Mads Hermansen, markvörður Leicester, var kominn langt út úr markinu og reyndi stórkostlegt skot frá miðju. Boltinn small í þverslánni en Murphy náði frákastinu og potaði boltanum yfir línuna, 2:0.

Þriðja markið hjá Newcastle kom á 34. mínútu þegar Hermansen varði skot frá Joelinton en Harvey Barnes var mættur í frákastið og skoraði af stuttu færi, 3:0.

Leicester komst næst því að skora þegar Patson Daka átti skot sem fór í báðar stangirnar, en Jamie Vardy var líklega rangstæður í aðdragandanum. Þetta var besta færi Leicester í leiknum.

Lokatölur urðu því 3:0. Newcastle hefur nú unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum og situr í 5. sæti deildarinnar með 53 stig, jafnmörg og Chelsea sem er í 4. sæti.

Fimmta sæti gæti dugað til að komast í Meistaradeildina. Newcastle á leik til góða á liðin í kringum sig og næsti andstæðingur er Manchester United um næstu helgi.

Svipmyndir

Previous
Previous

Það er aðeins eitt United – Fimmti sigurinn í röð

Next
Next

Magnað og mik­il­vægt sig­ur­mark - ‘Sandro Ole Ole Ole’