Shearer vill fá Watkins og Wissa
Liðið gæti farið í upphafsleik tímabilsins gegn Aston Villa án Alexander Isak, sem vill fara til Liverpool. Aðrir sóknarmenn liðsins hafa ekki sýnt mikið á undirbúningstímabilinu og staðan í fremstu víglínu er orðið áhyggjuefni.
Í samtali við Betfair sagði Alan Shearer að félagið verði að bregðast strax við. Hann mælir með því að félagið reyni að fá Ollie Watkins frá Aston Villa og Yoane Wissa frá Brentford, en leikmennirnir báðir eru með reynslu í ensku úrvalsdeildinni og gætu hentað liðinu vel, að mati Shearer.
Shearer telur að félagið verði að kaupa tvo framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar, sérstaklega eftir brottför Callum Wilson og bendir á að óreyndur leikmaður eins og Benjamin Sesko sé áhættusamur kostur á þessum tímapunkti.