Newcastle íhugar kaup á Samuel Aghehowa

David Ornstein, einn virtasti íþróttafréttamaður Englands, greinir frá því hjá The Athletic að Newcastle United sé að íhuga að gera tilboð í sóknarmanninn Samuel Aghehowa hjá Porto.

Aghehowa, sem er 21 árs, kom frá Atlético Madrid síðasta sumar fyrir um 15 milljónir evra og skrifaði undir fimm ára samning með 100 milljóna evra riftunarákvæði.

Aghehowa átti frábært fyrsta tímabil í Portúgal með 27 mörk og þrjár stoðsendingar í 45 leikjum og hefur vakið athygli margra evrópskra stórliða.

Newcastle hefur misst Callum Wilson á frjálsri sölu og óvissa ríkir um framtíð Alexander Isak. Félagið missti nýlega af Benjamin Sesko sem gekk til liðs við Manchester United og leitar nú að öðrum kostum. Á listanum eru einnig Nicolas Jackson, Yoane Wissa og Jørgen Strand Larsen.

Previous
Previous

Thiaw orðinn leikmaður Newcastle

Next
Next

Shearer vill fá Watkins og Wissa