Back to All Events
Við ætlum að hittast á Ölver á næstkomandi sunnudag kl. 14 og fylgjast saman með leik Sunderland og Newcastle.
Eins og flestir vita eru félögin staðsett í nágrannaborgum við ána Tyne og Wear og eiga með sér eina elstu og hörðustu knattspyrnurimmu Englands. Andúðin á milli liðanna á rætur að rekja til iðnaðar- og stéttaskiptingar á svæðinu, skipasmíða og kolanámu, og hefur lifað kynslóð fram af kynslóð. Tyne–Wear derby leikurinn er og verður alltaf barátta um stolt, sjálfsmynd og yfirráð í Norðaustur-Englandi.
Það eru komin all nokkur ár síðan liðin spiluðu á móti hvort öðru í efstu deild. Því ætlum við að hittast á Ölver. Hlökkum til að sjá ykkur!

