Howe búinn að jafna sig af veikindum – Það helsta í apríl
Howe er búinn að jafna sig af veikindum og mættur aftur á æfingasvæðið.
Góðir sigrar og eitt svekkjandi tap
Liðið hefur sýnt bæði styrk og veikleika í síðustu leikjum. Í byrjun þessa mánaðar vann liðið 2:1-heimasigur á Brentford og þann 7. apríl bætti liðið við öflugum 3:0-útisigri gegn Leicester City. Gott gengi liðisins hélt síðan áfram þann 13. apríl þegar liðið rúllaði yfir Manchester United með 4:1-heimasigri. Liðið tók þá á móti Crystal Palace þann 16. apríl og vann 5:0 stórsigur. Var sigurinn sá sjötti í röð hjá liðinu í öllum keppnum.
Sigurgöngunni lauk hins vegar um síðustu helgi þegar liðið steinlá gegn Aston Villa á útivelli, 4:1. Newcastle situr nú í 5. sæti deildarinnar með 59 stig, einu stigi á eftir Nottingham Forest sem er í 4. sæti. Aðeins fimm leikir eru eftir af leiktíðinni. Næsti leikur liðsins er á laugardaginn kemur þegar Ipswich kemur í heimsókn.
Hópferð til Newcastle
Um þrjátíu stuðningsmenn Newcastle á Íslandi fóru í hópferð á St James’ Park og fylgdust með liðinu gjörsigra Manchester United. Það var ýmislegt meira sem gerðist í ferðinni. Hægt er að lesa ferðasögu úr ferðinni með því að smella hérna.
Eddie Howe búinn að jafna sig af veikindum
Á þessum lykiltíma var Eddie Howe, knattspyrnustjóri liðsins, lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu og missti af síðustu leikjum. Aðstoðarþjálfarinn Jason Tindall tók við stjórninni og leiddi liðið til sigurs gegn Manchester United og Crystal Palace.
Í dag var tilkynnt að Howe væri búinn að jafna sig af veikindum og mættur aftur á æfingasvæðið. Frábærar fréttir.
Fabian Schär framlengdi
Fabian Schär skrifaði í byrjun þessa mánaðar undir eins árs framlengingu á samningi sínum.
Schär, sem er 33 ára, kom frá Deportivo La Coruña árið 2018 og hefur orðið lykilmaður með yfir 220 leiki og 19 mörk. Schär er þekktur fyrir rósemi sína og hæfileika til að stjórna leiknum aftast á vellinum.
Leikmannaslúðrið komið á fullt
Antonio Cordero verður líklega kynntur sem leikmaður Newcastle á næstu vikum.
Slúðurpressan um allan heim er farin á fullt þar sem félagsskiptagluginn opnar eftir leiktíðina. Hér að neðan er farið yfir það helsta.
🟢 Leikmenn sem hafa verið orðaðir við Newcastle
Matheus Cunha (Wolves)
Newcastle er sagt hafa áhuga á að fá brasilíska framherjann Matheus Cunha, sem hefur riftunarákvæði upp á 62,5 milljónir punda. Cunha hefur skorað 16 mörk og lagt upp fjögur á leiktíðinni fyrir Wolves. Hins vegar virðist Manchester United leiða kapphlaupið. Heimild: talkSportKim Min-jae (Bayern München)
Suður-kóreski miðvörðurinn sem leikur með þýska stórliðinu Bayern München hefur verið orðaður við Newcastle. Chelsea er einnig sagt hafa áhuga. Þótt Bayern München vilji hugsanlega halda honum gætu öflug tilboð breytt stöðunni. Heimild: FichajesDean Huijsen (Bournemouth)
Nítján ára varnarmaðurinn hjá Bournemouth hefur vakið athygli Newcastle og annarra stórliða. Riftunarákvæði hans, sem nemur 50 milljónum punda, verður mögulega virkt í sumar og Newcastle er sagt vera íhuga tilboð í hann. Heimild: BBC SportAntonio Cordero (Málaga)
Newcastle hefur tryggt sér 18 ára spænska kantmanninn Antonio Cordero, þrátt fyrir áhuga frá stórliðunum Real Madrid og Barcelona. Áætlað er að Newcastle láni hann til Ajax til að styðja við frekari þróun hans. Heimild: ASMatteo Guendouzi (Lazio)
Fréttir herma að Newcastle hafi áhuga á franska miðjumanninum Matteo Guendouzi, sem áður lék með Arsenal og er nú hjá Lazio. Heimild: TuttoMercatoJames Trafford (Burnley)
James Trafford, markvörður Burnley, hefur verið sterklega orðaður við Newcastle síðustu mánuði. Newcastle mistókst að krækja í Trafford síðasta sumar og talið er líklegt að Newcastle geri annað tilboð í hann. Heimild: Football InsiderLiam Delap (Ipswich)
Newcastle er að skoða möguleikann á að fá framherjann Liam Delap frá Ipswich fyrir 30 milljónir punda. Manchester United er einnig sagt áhugasamt. Heimild: TelegraphEmanuel Emegha (RC Strasbourg)
Newcastle er sagt hafa áhuga á að fá hollenska framherjann Emanuel Emegha, sem leikur með RC Strasbourg. Emegha hefur skorað 13 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Heimild: L’ÉquipeBryan Mbeumo (Brentford)
Bryan Mbeumo, hægri kantmaður Brentford, hefur verið sterklega orðaður við Newcastle síðustu mánuði. Newcastle er nú sagt leiða kapphlaupið og er kaupverðið talið vera um 50 milljónir punda. Heimild: TBRFootballDominic Calvert-Lewin (Everton)
Dominic Calvert-Lewin hefur verið orðaður við Newcastle að undanförnu en samningur hans við Everton rennur út eftir leiktíðina. Heimild: The Chronicle