Newcastle aftur í þriðja sætið
William Osula fagnar sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni.
Newcastle United komst aftur á sigurbraut í gær með 3:0-heimasigri á Ipswich Town og færðist aftur upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Eddie Howe sneri aftur á hliðarlínuna eftir að hafa misst af síðustu þremur leikjum vegna lungnabólgu, en hann gerði eina breytingu á liðinu frá 4:1 tapi gegn Aston Villa. Joe Willock kom inn í stað Joelinton, sem var frá vegna hnémeiðsla. Þá var Sven Botman í leikmannahópnum í fyrsta sinn síðan í febrúar eftir hnémeiðsli og lék síðustu mínútnar í leiknum.
Newcastle-liðið fékk ekki eitt einasta skot, hvað þá skot á markið, í upphafi leiks og Alexander Isak snerti varla boltann. Framherjinn Liam Delap hjá Ipswich olli smá vandræðum snemma leiks, en leikurinn snerist Newcastle í vil þegar Ben Johnson var rekinn af velli á 37. mínútu fyrir sitt annað gula spjald eftir að hafa hangið í Alexander Isak.
Newcastle nýtti sér liðsmuninn því fyrsta markið kom rétt fyrir leikhlé þegar Julio Enciso braut á Jacob Murphy innan vítateigs. Eftir VAR-skoðun var dæmd vítaspyrna sem Isak tók og skoraði örugglega framhjá Alex Palmer, 1:0.
Newcastle hélt áfram að ráða lögum og lofum eftir leikhlé. Dan Burn stangaði boltann í netið snemma í seinni hálfleiknum eftir að hafa farið illa með Dara O'Shea á fjærstönginni eftir háa fyrirgjöf frá Kieran Trippier, 2:0. Þetta var fyrsta deildarmarkið hjá Burn á leiktíðinni.
Sigurinn var síðan endanlega tryggður á 80. mínútu leiksins þegar varamaðurinn William Osula skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu frá Trippier, 3:0.
Newcastle hefur nú unnið 14 af síðustu 19 deildarleikjum sínum og 20 af síðustu 26 leikjum í öllum keppnum. Með fjóra leiki eftir er möguleikinn á Meistaradeildarsæti enn mjög raunhæfur og að miklu leyti í höndum liðsins. Liðið er nú einu stigi fyrir ofan Manchester City í fjórða sæti og tveimur stigum á undan Chelsea og Nottingham Forest, sem á þó leik til góða.
Einkunnir Sky Sports
Newcastle: Pope (6); Trippier (8), Schar (7), Burn (8), Livramento (7); Tonali (7), Guimaraes (7), Willock (7); Murphy (7), Isak (8), Barnes (7).
Varamenn: Miley (6), Osula (8), Gordon (7), Wilson (6), Botman (6).