Aðalfundur Newcastle United klúbbsins á Íslandi

AÐALFUNDUR NEWCASTLE KLÚBBSINS Á ÍSLANDI – FUNDARBOÐ

Aðalfundur Newcastle klúbbsins á Íslandi verður haldinn föstudaginn 15. ágúst 2025 kl. 17:30 í hliðarsal Ölvers í Glæsibæ.

Dagskrá fundarins:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla formanns
Kosning stjórnar og ráða
Fjárhagsyfirlit
Lagabreytingar
Önnur mál

Kosningar í stjórn og ráð:
Opnað er fyrir framboð til stjórnar og ráða klúbbsins. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir um að senda tölvupóst á nufc@nufc.is með nafni, kennitölu og símanúmeri fyrir 14. ágúst. Komi ekki næg framboð fram fyrir þann tíma verður einnig opnað fyrir framboð á fundinum sjálfum.

Tillögur að lagabreytingum sem verða teknar fyrir á fundinum:
Nánar má lesa um lög félagsins á https://nufc.is/log

  • Grein 8: Breyting á reikningsári félagsins, frá almanaksári yfir í tímabil ensku úrvalsdeildarinnar (ágúst–maí).

  • Grein 9: Aðalfundur haldinn í upphafi tímabils í stað febrúarmánaðar.

  • Grein 10: Breyta „endurskoðandi“ í „skoðunarmaður“ – sem má ekki sitja í stjórn félagsins.

  • Grein 17: Ef félagið verður lagt niður, fari eignir þess í góðgerðarmál í stað þess að renna til annarra íslenskra stuðningsmannaklúbba.

Nánari upplýsingar um lagabreytingar:

  • Í 4. grein er lagt til að greiðslutímabil félagsins verði frá ágúst til maí, og að félagsmenn fái úthlutað félagsnúmeri sem þeir halda ævilangt.

  • Í 7. grein er gert ráð fyrir að innheimta félagsgjalda hefjist við upphaf tímabils á Englandi.

  • Samkvæmt breytingum á 8. grein skulu ársreikningar miðast við keppnistímabil (ágúst til júlí) og skulu þeir vera undirritaðir og skoðaðir tveimur vikum fyrir aðalfund í ágúst.

  • Í 9. grein yrði kveðið á um að aðalfundur skuli haldinn í byrjun ágúst.

  • Í 10. grein félli 4. málsgrein á brott þar sem hlutverk skoðunarmanna kemur fram síðar í lögunum. Einnig færast greinar til og fundarslit verða í 15. grein.

  • Grein 11 fjallar um að tillögur til aðalfundar skulu berast 14 dögum fyrir fundinn og að stjórn beri að kynna þær með minnst 7 daga fyrirvara.

  • Loks er í 17. grein lagt til að ef félagið verður lagt niður, renni eignir þess til góðgerðarmála, samkvæmt ákvörðun stjórnar.

Önnur mál:
Fundurinn mun einnig fjalla um virkni og hlutverk nefnda innan klúbbsins og mikilvægi þess að efla þátttöku félagsmanna í starfinu.

Hlökkum til að sjá sem flesta!
Fyrir hönd stjórnar Newcastle klúbbsins á Íslandi

Kristinn Bjarnason
Formaður

Next
Next

Elanga orðinn leikmaður Newcastle