Heimsókn til Fótbolti.net – Farið yfir sumarið og komandi tímabil
Ljósmynd/Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það var svarthvítur andi í Pepsi Max stúdíóinu hjá Fótbolti.net í gær þegar tveir stuðningsmenn Newcastle United, Hjálmar Aron og Magnús Tindri, mættu í heimsókn.
Þeir settust niður til að ræða sitt lið sem er á leið í Meistaradeildina í annað sinn á aðeins þremur árum.
Spjallið snerist um nýjustu leikmannakaupin, væntingar fyrir komandi tímabil og hvort liðið sé tilbúið að taka slaginn við toppliðin á Englandi og í Evrópu. Einnig var gert upp síðasta tímabil og nýjustu fréttir sem tengjast liðinu.
Hér að neðan má hlusta á þáttinn.