Aðalfundur var haldinn á Ölveri – Ný stjórn kjörin
Aðalfundur Newcastle United klúbbsins á Íslandi fór fram á Ölveri þann 15. ágúst síðastliðinn. Þar var farið yfir störf stjórnar á liðnu ári, samþykktar lagabreytingar og kjörin ný stjórn.
Kristinn Bjarnason heldur áfram sem formaður klúbbsins, Hafsteinn Þórðarsson sem gjaldkeri og Urður Þórsdóttir, Ellert Ingi Hafsteinsson og Jón Grétar Leví sem meðstjórnendur. Með þeim í stjórn eru einnig Hjálmar Aron Níelsson, Benedikt Bóas, Einar Jóhann Heimisson, Guðni Guðnason og Kolbeinn Reginsson. Jón Júlíus Karlsson, Magnús Tindri og Daníel Ármannsson ákváðu að láta af störfum í stjórn og var þeim þakkað fyrir þeirra framlag á undanförnum misserum.
Á fundinum voru samþykktar nokkrar lagabreytingar. Reikningsár félagsins verður framvegis samræmt tímabili ensku úrvalsdeildarinnar (ágúst–maí), aðalfundur verður haldinn í ágúst í stað febrúar og orðið „endurskoðandi“ verður tekið út úr lögum í staðinn fyrir „skoðunarmaður“. Þá var ákveðið að ef félagið yrði lagt niður skyldu eignir þess renna til góðgerðarmála.
Í skýrslu stjórnar var rifjuð upp fjölbreytt starfsemi klúbbsins síðasta árið, þar á meðal markaðssetning og miðlun efnis á samfélagsmiðlum og heimasíðu, útgáfa hlaðvarpsins Allt er svart og hvítt, reglulegar samkomur á Ölver, hópferð til Newcastle á leik gegn Manchester United og samstarf við erlenda stuðningsmannaklúbba.
Jafnframt var kynnt hvernig umsóknarferli um miða verður háttað á nýju tímabili, en miðarnir myndu verða sendir félagsmönnum rafrænt að jafnaði þremur vikum fyrir leik.
Að lokum var lögð áhersla á mikilvægi þess að virkja félagsmenn til þátttöku í starfinu og að verkefni fráfarandi stjórnarmanna verði áfram tekin upp af nýrri stjórn.
Áfram Newcastle United!