Newcastle fær Bradford í deildabikarnum
Newcastle United hefur titilvörn sína í enska deildabikarnum með heimaleik gegn Bradford City í þriðju umferð keppninnar. Leikið verður á St James’ Park í september, annað hvort í þriðju eða fjórðu viku mánaðarins.
Bradford, sem komst upp í ensku C-deilidna í vor, hefur byrjað tímabilið vel og sló Stoke City út með 3:0 sigri í annarri umferð.
Newcastle og Bradford hafa áður mæst í keppninni, síðast árið 2000 þegar Newcastle vann 4:3 sigur í æsispennandi leik á St James’ Park.
Newcastle tryggði sér fyrsta titil félagsins í 70 ár þegar það lagði Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í mars.