Drauma­byrj­un hjá Woltemade

Byrjunarliðið: Pope; Trippier, Schar, Burn, Livramento; Guimaraes, Tonali, Joelinton; Murphy, Woltemade, Barnes

Varamenn: Ramsdale, Hall, Botman (90’), Thiaw, Krafth, Osula (65’), Elanga (80’), Willock (65’), Miley

Newcastle United fagnaði í dag sínum fyrsta sigri á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Wolves að velli, 1:0, á St James’ Park. Nýr framherji liðsins, Nick Woltemade, skoraði eina mark leiksins í sínum fyrsta leik.

Það var ekki sjálfgefið að sigurinn yrði í höfn, því Wolves hóf leikinn af miklum krafti og Nick Pope þurfti að verja tvívegis á fyrstu mínútum. En smám saman náði Newcastle tökum á leiknum og eftir háltíma leik barst boltinn til Jacob Murphy sem lyfti fyrirgjöf inn á markteiginn. Þar var Woltemade mættur, reis hæst í teignum og skallaði boltann í netið af miklu öryggi.

Murphy var sífellt að ógna í sóknarleiknum og skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Sandro Tonali var nálægt því að tvöfalda forystuna með glæsilegu skoti sem small í stönginni rétt fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleik fékk Newcastle nokkur tækifæri til að bæta við marki en náði ekki að klára leikinn með öruggum hætti. Varnarlínan hélt þó vel og Pope var traustur á milli stanganna.

Sigurinn var kærkominn fyrir lið Eddie Howe sem hafði ekki unnið deildarleik síðan í maí. Hann veitir einnig liðinu byr í seglin fyrir stórleikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni á fimmtudaginn kemur.

Svipmyndir koma inn síðar

Next
Next

Wissa ekki klár í slaginn – Woltemade gæti þreytt frum­raun sína