Dýr­mæt­ur sig­ur gegn Chelsea

Newcastle United vann dýrmætan 2:0-heimasigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn, bæði með 63 stig, og var því um að ræða mikilvægan leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Rafmögnuð stemning ríkti á St James’ Park og Newcastle komst yfir strax á annarri mínútu. Sandro Tonali náði að vinna boltann af Roméo Lavia og fann Bruno Guimarães sem færði boltann út til hægri á Jacob Murphy. Sá átti fasta og lága sendingu fyrir markið þar sem Tonali kláraði af öryggi við fjærstöng, 1:0.

Staða Chelsea versnaði verulega eftir rúmlega hálftíma leik þegar framherjinn Nicolas Jackson fékk beint rautt spjald fyrir að hafa gefið Sven Botman olnbogaskot. Dómarinn John Brooks gaf upphaflega gult spjald, en eftir að hafa skoðað atvikið nánar í VAR-sjánni var það réttilega breytt yfir í rautt spjald.

Þrátt fyrir að vera einum færri reyndi Chelsea að sækja í seinni hálfleik. Marc Cucurella, Cole Palmer og Enzo Fernandez áttu sín tækifæri, en Nick Pope varði mjög vel í markinu. Chelsea komst þó aldrei í takt við leikinn að neinu marki og sóknartilraunir þeirra runnu út í sandinn.

Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma kláraði Bruno Guimarães leikinn með glæsilegu marki. Hann sótti inn á völlinn frá vinstri, sveigði boltann snyrtilega inn í netið fyrir framan Gallowgate-stúkuna og tryggði Newcastle mikilvæg þrjú stig, 2:0.

Newcastle situr nú í þriðja sæti deildarinnar með tvo leiki eftir, gegn Arsenal og Everton. Hér að neðan má sjá stöðutöfluna.

Data provided by Scoreaxis

Svipmyndir frá mbl.is

Previous
Previous

Tap gegn Arsenal – Skyldusigur um næstu helgi

Next
Next

Mikilvægur leikur um helgina – Chelsea kemur í heimsókn