Tap gegn Arsenal – Skyldusigur um næstu helgi

Arsenal vann 1:0 sigur gegn Newcastle United á Emirates-vellinum í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sunnudag.

Mark Declan Rice eftir um klukkutíma leik dugði til sigurs, þegar hann þrumaði boltanum snyrtilega í fjærhornið eftir mistök Newcastle á eigin vallarhelmingi. Martin Ødegaard lagði upp markið.

Bæði lið hófu leikinn af krafti og markverðirnir, David Raya og Nick Pope, áttu stórgóðar markvörslur í fyrri hálfleiknum. Eftir fyrstu 20 mínúturnar fjaraði leikurinn þó út og færi urðu fá.

Newcastle, án Alexander Isak vegna meiðsla, náði aldrei að finna taktinn í seinni hálfleik og skapaði lítið sem ekkert eftir að hafa byrjað vel. Arsenal stjórnaði lokamínútunum af öryggi og sigldi sigrinum þægilega heim.

Newcastle situr áfram í 3. sæti með 66 stig og þarf sigur gegn Everton í lokaumferðinni næsta sunnudag til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni, en baráttan er enn opin.

Svipmyndir úr leiknum frá mbl.is

Next
Next

Dýr­mæt­ur sig­ur gegn Chelsea