Ramsey gengur til liðs við Newcastle

Newcastle United og Aston Villa hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Jacob Ramsey fyrir alls 43 milljónir punda.

Ramsey, sem er 24 ára og uppalinn hjá Aston Villa, mun skrifa undir fimm ára samning eftir læknisskoðun í kvöld og verður að öllum líkindum tilkynntur á morgun.

Ramsey lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Aston Villa árið 2019 og hefur síðan spilað 167 leiki og skorað 17 mörk. Hann hefur verið talinn einn efnilegasti miðjumaður Englands og er því mjög góð viðbót í leikmannahópinn.

Sala hans skilar Aston Villa hreinum hagnaði og hjálpar félaginu að mæta kröfum um fjármálareglur (FFP).

Ramsey er þriðja viðbót liðsins í sumar eftir Anthony Elanga frá Nottingham Forest og Malick Thiaw frá AC Milan. Þá hefur Aaron Ramsdale einnig gengið í raðir Newcastle á láni frá Southampton.

Previous
Previous

Guinness í nýju samstarfi við Newcastle United

Next
Next

Vlachodimos lánaður til Sevilla