Targett lánaður til Middlesbrough

Matt Targett, bakvörður Newcastle United, hefur verið lánaður til Middlesbrough í ensku B-deildinni út leiktíðina.

Targett, sem er 29 ára, gekk til liðs við Newcastle frá Aston Villa árið 2022 og hefur leikið 47 leiki fyrir félagið. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar undanfarin misseri vegna meiðsla og vonast nú til að fá reglulegan spiltíma með Middlesbrough.

Middlesbrough hefur hafið tímabilið af miklum krafti undir stjórn Rob Edwards og situr í öðru sæti deildarinnar eftir þrjá sigurleiki í fyrstu leikjunum.

Newcastle United sendir Targett góðar kveðjur í tilkynningu sinni og óskaði honum velfarnaðar á lánstímanum.

Previous
Previous

Newcastle fær Bradford í deildabikarnum

Next
Next

Newcastle að und­ir­búa nýtt til­boð í Strand Larsen