Vlachodimos lánaður til Sevilla
Gríski landsliðsmarkvörðurinn Odysseas Vlachodimos, leikmaður Newcastle United, hefur gengið til liðs við Sevilla á Spáni á lánssamningi sem gildir út tímabilið.
Vlachodimos, sem kom til Newcastle síðasta sumar frá Nottingham Forest, lék aðeins einn leik á síðasta tímabili, sem varamaður í sigri á AFC Wimbledon í deildabikarnum í október.
Newcastle sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið óskaði markverðinum velfarnaðar á komandi leiktíð með Sevilla.