Wissa orðinn leikmaður Newcastle

Newcastle United hefur loks staðfest komu sóknarmannsins Yoane Wissa frá Brentford á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann skrifaði undir langtímasamning og fær treyju númer níu.

„Ég er ótrúlega ánægður að vera hér,“ sagði Wissa eftir undirritunina. „Að ganga til liðs við eitt stærsta félag úrvalsdeildarinnar er draumur. Ég hef mikla trú á því sem fram undan er og hlakka til að hefja leik í svarthvítu treyjunni.“

Wissa er 28 ára gamall og leikur með landsliði Kongó. Hann kemur frá Brentford þar sem hann skoraði 49 mörk í 149 leikjum, þar af 19 mörk í deildinni á síðustu leiktíð. „Ég er mjög stoltur af tíma mínum hjá Brentford, en nú tekur við nýtt og stærra verkefni. Ég vil hjálpa Newcastle að ná árangri, bæði í deildinni og Evrópu,“ bætti hann við.

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að félagið hafi lengi fylgst með leikmanninum: „Yoane er með hraða, kraft og vinnusemi sem hentar okkar leikstíl. Hann gefur okkur nýja vídd sóknarlega og mun kveikja spennu hjá stuðningsmönnum okkar.“

Next
Next

Isak til Liverpool