Hópferð Newcastle klúbbsins á Íslandi í janúar
Newcastle - Aston Villa | 24. janúar 2026 | St. James’s Park
Við höldum í stuðningsferð til Englands að hvetja okkar menn í Newcastle! Ferðin er skipulögð af Newcastle klúbbnum á Íslandi og inniheldur flug, rútu, miða á leik og hótel á frábærum stað í hjarta Newcastle.
Newcastle klúbburinn á Íslandi býður félagsmönnum sínum í einstaka hópferð til Englands í janúar 2026 þar sem liðið mætir Aston Villa á St. James’ Park. Ferðin inniheldur flug til Manchester, rútuferð til Newcastle og gistingu á Sandman Signature hótelinu í hjarta borgarinnar, ásamt miða á leikinn.
Þetta er frábært tækifæri fyrir stuðningsmenn til að upplifa leikdag í Newcastle, kynnast öðrum aðdáendum og njóta samveru í góðum hópi. Aðeins 20 sæti eru í boði og þátttakendur þurfa að vera skráðir í Newcastle klúbbinn á Íslandi og MAGS-meðlimir hjá NUFC. Miðaverð aðeins um hundrað þúsund á mann, með fyrirvara um örlitlar breytingar.
Skrá sig þarf fyrir klukkan fjögur í dag. Haft verður samband við þá sem skrá sig.
UPPSELT
✈️ Ferðaupplýsingar
📅 23.–26. janúar 2026
🏨 Sandman Signature Newcastle Hotel – 3 nætur með morgunmat
🛫 Flug Keflavík → Manchester
🚌 Rúta frá Manchester til Newcastle
🛬 Heimferð frá Manchester → Keflavík
💰 Heildarverð á mann: um 90.000 kr.
(ferða-, gistinga- og rútukostnaður og miði á leik, með fyrirvara um verðbreytingar)
ℹ️ Athugið
Takmarkað sætaframboð – aðeins 20 félagsmenn Newcastle klúbbsins.
Viðkomandi þarf að vera MAGS meðlimur.
Hópurinn gistir saman á Sandman Signature og fer saman með rútu frá og til flugvallar.
Hér má lesa ferðasögu frá síðustu ferð klúbbsins sem þá var í samstarfi við Visitor.
Allar spurningar skal senda á nufc@nufc.is—kveðja, stjórn Newcastle klúbbsins á Íslandi.

